Sony Xperia Z5 - Gengið úr skugga um að tækið sé varið

background image

Gengið úr skugga um að tækið sé varið

Tækið inniheldur nokkra öryggisvalkosti, sem mælt er með ef það skyldi glatast eða því er

stolið.
Valkostirnir eru eftirfarandi:

Stilltu öruggan skjálás á tækinu þínu með PIN-númeri, lykilorði eða mynstri til að koma í

veg fyrir einhver opni eða endurstilli tækið.

Bættu Google™-reikningi við til að hindra að aðrir noti tækið þitt ef því er stolið eða

upplýsingar á því þurrkaðar út.

Virkjaðu annaðhvort vefþjónustuna Protection by my Xperia eða Android™-

tækjastjórnun. Með því að nota aðra hvora þjónustuna geturðu fundið, læst eða hreinsað

týnt tæki úr fjarlægð.

Staðfesting á eiganda tækisins

Sumar varnir krefjast þess að skjárinn sé tekinn úr lás með PIN-númeri, lykilorði, mynstri,

eða með því að slá inn Google™ reikningsupplýsingar. Þetta eru dæmi um

öryggiseiginleika og skilríki sem krafist er:

Núllstillingarvörn

Það þarf að taka skjáinn úr lás áður en hægt er að skipta í

sjálfgefnar stillingar.

Protection by my

Xperia

Ef þú endurstillir tækið með þessari þjónustu þarftu að slá inn

notandanafn og lykilorð Google™ reikningsins sem er tengdur við

þjónustuna. Tækið þarf að tengjast internetinu áður en hægt er að

ljúka við uppsetninguna. Annars er ekki hægt að nota tækið eftir

núllstillinguna.

Android™

tækjastjórnun

Ef þú endurstillir tækið með þessari þjónustu þarftu að slá inn

notandanafn og lykilorð Google™ reiknings. Tækið þarf að tengjast

internetinu áður en hægt er að ljúka við uppsetninguna. Annars er

ekki hægt að nota tækið eftir núllstillinguna.

Hugbúnaðarviðgerð

Ef þú notar forritið Xperia™ Companion til að gera við hugbúnað er

beðið um notandanafn og lykilorð Google™ reiknings þegar tækið

er ræst að viðgerð lokinni.

Í Android™ tækjastjórnun þarf að slá inn upplýsingar um Google™ reikning. Það má vera

hvaða Google™ reikningur sem eigandi hefur sett upp í tækinu. Séu viðkomandi

reikningsupplýsingar ekki slegnar inn í uppsetningarferlinu er ekki hægt að nota tækið.