Sony Xperia Z5 - Tækið notað í bleytu og ryki

background image

Tækið notað í bleytu og ryki

Tækið þitt er vatnshelt og verndað gegn ryki, svo ekki hafa áhyggjur ef þú ert í rigningu

eða vilt þvo óhreinindi í burtu undir krananum, en mundu að öll tengi og föst lok ættu að

vera alveg lokuð. Þú ættir ekki að dýfa tækinu alveg í vatn eða í sjó, saltvatn, klórvatn eða

vökva svo sem drykki. Misnotkun og óviðeigandi notkun tækisins mun ógilda ábyrgðina.

Þetta tæki er með IP-mat (inngangsvörn) IP65/68. Frekari upplýsingar má sjá á

www.sonymobile.com/waterproof/

.

Ábyrgðin þín dekkar ekki skemmdir eða galla vegna misnotkunar eða óviðeigandi

notkunar á Sony-tækinu þínu. Frekari upplýsingar um ábyrgð má finna í Mikilvægum

upplýsingum, sem nálgast má í gegnum

support.sonymobile.com

eða í gegnum

Stillingar > Um símann > Lagalegar upplýsingar.
Tækið þitt er með hlífarlaust USB-tengi. USB-tengið verður að vera alveg þurrt áður en

hægt er að stinga snúrunni í samband, t.d. fyrir hleðslu eða gagnaflutning. Ef vatn kemst

að tækinu skaltu þurrka það með örtrefjaklút og hrista tækið a.m.k. 15 sinnum þannig að

USB-tengið snúi niður. Ef raki sést enn í USB-tenginu skaltu endurtaka ferlið. Stingdu

aðeins USB-snúrunni í USB-tengið þegar það er orðið alveg þurrt.

USB-tengið þurrkað

145

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

1

Þurrkaðu allan raka af tækinu þínu með örtrefjaklúti.

2

Haltu fast um tækið svo USB-tengið vísi niður og hristu tækið af krafti minnst 15

sinnum.

3

Ef raki sést enn í USB-tenginu skaltu hrista tækið aftur nokkrum sinnum.

4

Notaðu örtrefjaklút til að þurrka allan raka sem eftir er í USB-tenginu.