Sony Xperia Z5 - Heimaskjár

background image

Heimaskjár

Heimaskjárinn er upphafsstaður tækisins. Þetta minnir um margt á skjáborðið á tölvuskjá.

Á heimaskjánum geta verið allt að tuttugu gluggar, sem ná út fyrir venjulegu

skjábreiddina. Fjöldi heimaskjásglugga er táknaður með punktum á neðri hluta

heimaskjásins. Merkti punkturinn sýnir hvaða gluggi er birtur hverju sinni.

24

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

1

Velkomin(n) í Xperia™ græjuna — Pikkaðu til að opna græjuna og veldu verkefni á borð við að afrita efni

af gamla tækinu þínu eða setja upp Xperia™ þjónustur

2

Punktar — Standa fyrir fjölda glugga á heimaskjánum

Til að opna heimaskjáinn

Ýttu á .

Til að skoða heimaskjáinn

Gluggar á heimaskjá

Þú getur bætt við gluggum á heimaskjáinn (allt að tuttugu gluggum) og eytt gluggum. Þú

getur líka valið gluggann sem þú vilt nota sem aðalheimaskjásgluggann.

Gluggi stilltur sem aðalheimaskjár

1

Haltu inni einhverju svæði á heimaskjánum þar til tækið titrar.

2

Flettu til vinstri eða hægri til að komast á gluggann sem þú vilt stilla sem

heimaskjáinn þinn og pikkaðu síðan á efst til vinstri á skjánum.

Ef þú tekur gluggann lengst til vinstri frá fyrir Google-leit og Now er ekki hægt að breyta

heimaskjásglugganum eða bæta fleiri gluggum við vinstra megin. Nánari upplýsingar eru í

Google-leit og Now

á bls. 132.

25

Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.

background image

Glugga bætt við heimaskjáinn þinn

1

Haltu inni einhverju svæði á heimaskjánum þar til tækið titrar.

2

Til að fletta á milli glugga flettirðu alla leið til hægri eða vinstri og pikkar svo á .

Þegar kveikt er á Google-leit og Now er glugginn lengst til vinstri tekinn frá fyrir þessa þjónustu

og ekki er hægt að bæta fleiri gluggum við vinstra megin. Nánari upplýsingar eru í

Google-leit

og Now

á bls. 132.

Glugga eytt af heimaskjánum

1

Haltu inni hvaða svæði sem er á heimaskjá þar til tækið titrar.

2

Flettu til vinstri eða hægri til að komast að glugganum sem þú vilt eyða og pikkaðu

svo á uppi í hægra horni gluggans.

Stillingar heimaskjás

Slökkt á forriti eða það fjarlægt af heimaskjánum

Ef slökkt er á foruppsettu forriti eyðast öll gögn þess, en hægt er að kveikja aftur á forritinu í

Stillingar > Forrit. Aðeins sótt forrit er hægt að fjarlægja að fullu.

1

Haltu inni einhverju svæði á heimaskjánum þar til tækið titrar.

2

Flettu til vinstri eða hægri til að fletta milli glugganna. Öll forrit sem hægt er að

slökkva á eða fjarlægja eru sýnd með .

3

Pikkaðu á viðeigandi forrit, svo á

GERA ÓVIRKT ef forritið var foruppsett í tækinu

eða

Í lagi ef forritið var sótt og þú vilt fjarlægja það.

Stærð tákna á heimaskjá breytt

1

Haltu inni hvaða svæði sem er á heimaskjánum þar til tækið titrar og pikkaðu svo á

.

2

Pikkaðu á

Stærð tákna og veldu síðan valkost.